Yoga Nidra Steinunn Kristín

Næring fyrir huga, líkama og sál


Velkomin/n í nærandi rými þar sem þú lærir að koma fram við þig og aðra af mýkt og mildi.

Ég býð upp á Yoga Nidra, Yin Yoga og áfallamiðað yoga – bæði í hóptímum og einkatímum.

Einnig býð ég upp á markþjálfun þar sem við vinnum með tilgang, vellíðan og innri frið.

Hvort sem þú leitar að slökun, styrk, stuðningi eða sjálfsrækt, þá ertu komin/n á réttan stað.

Námskeið og einkatímar

Yoga og Yoga Nidra

Ljúfir jóga og jóga nidra tímar í Safnaðarheimilinu á Hellu og Jógastofunni á Selfossi

Yömur í daglegu lífi

Umbreytandi einstaklingsmiðuð vegferð með jógafræðum og markþjálfun

Markþjálfun

Samtal sem opnar fyrir svörin þín sem liggja innra með þér - þín skref til breytinga

Orkustöðvarnar

Yoga Nidra ferðalag í gegnum orkustöðvarnar - Fróðleikur um orkustöðvarnar og Yoga Nidra

Hópefli, fyrirlestrar, afmæli

Vantar eitthvað öðruvísi til að efla stemninguna á þínum vinnustað eða viltu einfaldlega koma einhverjum á óvart?

Frí hugleiðsla

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fría hugleiðslu sem þakklætisvott. Engar kvaðir eða ruslpóstar og þú getur afskráð þig hvenær sem er.

Kynnumst aðeins betur

Lífið hefur leitt mig í gegnum ótal upplifanir – bæði stórkostlegar og krefjandi.

Hver einasta reynsla hefur mótað mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég hef gengið í gegnum tímabil vonleysis, þar sem tilgangurinn virtist fjarlægur og erfitt var að sleppa takinu á því sem hélt mér fastri.

En þegar ég kynntist dýpt jógafræðanna og öðrum mannbætandi kenningum, fann ég leið til að mæta lífinu og sjálfri mér með meiri auðmýkt og skilningi.
Þar kviknaði neisti – og síðar eldur – sem hefur leitt mig að því að styðja aðra í gegnum sína vegferð.

Hver vegferð er einstök – og það gleður mig að fá að styðja þig á þinni.
Hvort sem þú ert að leita að dýpri ró, vilja styrkja tengsl við líkama og hjarta, losa spennu eða kveikja á eldmóði, þá ertu velkomin/n í þetta rými.

Ég býð upp á námskeið, hóptíma og einkaviðtöl sem styðja við innri vegferð, með áherslu á blíðu, mýkt og meðvitund.

Ég hef stundað jóga frá unglingsárum og lauk fyrstu kennararéttindum mínum í Hatha jóga árið 2008 hjá Ásmundi Gunnlaugssyni.

Árið 2014 hófst ferð mín inn í heim Yoga Nidra með Kamini Desai frá Amrit Yoga Institute í Flórída – sem kveikti enn dýpri áhuga á kyrrð, innri ró og jógafræðunum sem leið að sjálfsþekkingu.

Síðan þá hef ég kennt jóga og haldið fjölda námskeið á Selfossi, í Reykjavík og á Hellu – með sérstaka áherslu á að leiða fólk í átt að innri ró og tengingu.

Ég hef aukið við þekkingu mína með réttindum í Yin Yoga, Yoga Nidra (Advanced), Jóga Þerapíu (stig 1 & 2), áfallamiðuðu jóga og einnig markþjálfun, þar sem ég styð fólk í að finna tilgang, styrk og skýra stefnu.

Það sem heillar mig mest við jóga og markþjálfun er hvernig þessi tól styðja okkur í daglegu lífi – sem tæki til að dýpka tengslin við okkur sjálf, sjá skýrar og lifa nær hjartanu.
Jógaleiðin hefur fært mér óteljandi dýrmæt tækifæri og falleg tengsl og ég er einstaklega þakklát að fá að ganga þessa leið með þér.

Námskeið á Hellu og á Selfossi

Image

Þriðjudaga

18:00 - 19:30

4 - 25.nóvember

Yoga og Yoga Nidra Jógastofunni á Selfossi

Austurvegi 21, fyrir ofan Fishersetrið

Image

Mánudaga eða miðvikudaga

17:30 - 19:00

3 - 26.nóvember

Yoga og Yoga Nidra á Hellu 4 skipti

Safnaðarheimilinu á Hellu Dynskálum 8

Image

Mánudaga eða miðvikudaga

17:30 - 19:00

3 - 26.nóvember

Yoga og Yoga Nidra á Hellu 8 skipti

Safnaðarheimilinu á Hellu Dynskálum 8,

UMSAGNIR NEMENDA

Hafa samband

[email protected]

Öllum fyrirspurnum svarað:
Mánu,-föstudaga frá: 9:00-17:00
Lokað um helgar

©Yoga Nidra Steinunn Kristín

Allur réttur áskilinn.

Notkun á efni síðunnar er óheimil án samþykkis.