Ferðalag um orkustöðvarnar

8 fyrirlestrar og

8 hugleiðslur


Vaknaðu til þín –

orkustöðvarnar þínar, innra jafnvægi og ný orka

8 fyrirlestrar • 8 hugleiðslur • Djúp umbreyting

Lífið verður léttara þegar orkan flæðir frjálsar.

Þegar við tengjumst inn á við, hreinsum til, mýkjum spennu og kveikjum á innra ljósi – þá förum við að skynja lífið og tilveruna á nýja og opin hátt.

Þetta áhugaverða ferðalag leiðir þig í gegnum orkustöðvar, frá rótarstöð til hvirfilstöðvar og kennir þér hvernig þú getur:

  • Losnað við uppsafnaða spennu

  • Aukið orku og innri styrk

  • Byggt upp sjálfstraust, sköpunarkraft og hjartahlýju

  • Opnað fyrir öflugra flæði og ró í hug og líkama

  • Fundið þína eigin visku og næringu innan frá

Hvað er innifalið?

8 fyrirlestrar

Í hverjum fyrirlestri dýfum við okkur í eina orkustöð:

• líkamleg tenging
• tilfinningaleg merking
• andleg viska
• einkenni vanvirkni og ofvirkni
• og hvernig þú getur skapað raunverulegt jafnvægi í daglegu lífi.
Þetta ferðalag gæti hjálpað þér að skilja hvers vegna þú ert að upplifa þreytu, hvers vegna þú lokar á tilfinningar eða ert of opin/n, tekur of mikla ábyrgð, ert að upplifa endalaus umbrot – ferðalagið gæti hjálpað þér að umbreyta því á þæginlegan og öruggan hátt.

8 leiddar hugleiðslur

Í hverri viku færðu kraftmikla Yoga Nidra / djúpa hugleiðslu sem vinnur með orkustöð vikunnar.

  • Rótarstöðin – öryggi og jarðtenging

  • Hvatastöðin – flæði, gleði og sköpun

  • Magastöð (Solar Plexus) – sjálfstraust og persónulegur styrkur

  • Hjartastöð – kærleikur, mýkt og samkennd

  • Hálsstöð – sannleikur og tjáning

  • Ennisstöð (Þriðja augað) – innsæi og kyrrð

  • Krúnustöð – tenging við æðri tilgang og ljósið

  • Hugleiðsla sem sameinar allar stöðvarnar

Hugleiðslurnar eru hannaðar til að mýkja taugakerfið, hreinsa tilfinningar og búa til innri frið – og þú getur notað þær aftur og aftur.

Að auki færðu fallegt blað til útprentunar með ráðum fyrir hverja orkustöð sem þú getur nýtt til að styrkja hana en frekar.

Allt þetta á aðeins 19.900 eða 421 dagar af innri næringu!

TILBOÐ 24.DESEMBER 15.900,-

TILBOÐIÐ ENDAR Á HÁDEGI 24.DESEMBER!!

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Fyrir þig sem:

vilt tengjast innra jafnvægi

vilt róa hugann og losa spennu

vilt kveikja á eldmóði og skapandi flæði

vilt læra að vinna með orkuna þína í daglegu lífi

✔ vilt finna betri tenginu við kjarnan

vilt framtíð sem byggir á ró, styrk og skýrleika

✔ hefur verið þreytt/ur eða orkulaus undanfarið
✔ ert tilbúin(n) að lyfta þér upp á næsta level
✔ vilt heilun, jafnvægi og breytingar sem endast
✔ vilt dýpri skilning á líkama þínum, orku og eigin innri leiðsögn

Þetta er þinn tími

Þinn tími til að stíga inn í nýja orku, nýtt flæði og nýja tengingu við sjálfa(n) þig.

Þú lærir að nota orkustöðvarnar sem leiðarljós til að byggja upp líf þar sem ró, styrkur, ástríða og skýrleiki eru ekki tilviljanir – heldur þitt náttúrulega tilvistarástand.

Hvernig fer þetta fram?

Hverja viku færðu aðgang að einum fyrirlestri og einni jóga nidra hugleiðslu sem þú iðkar að lágmarki 3x í viku til að ná sem bestum árangri. Einnig fallegt blað með hinum ýmsu ráðum til að virkja hverja orkustöð en frekar.

Þegar þú hefur fengið alla átta fyrirlestrana og hugleiðslurnar áttu aðgang að þeim í ár í viðbót!

Ertu tilbúin(n)?

Komdu með í ferðalag þar sem þú stígur skref fyrir skref upp orkustigann og kveikir á meira ljósi, meiri ró og meiri heild í sjálfri/sjálfum þér.

Algengar spurningar!

Þarf ég einhverja reynslu af Jóga?

Nei alls ekki, en góð ástundun skilar mestum árangri

Hvað er þetta að gera fyrir mig?

Þetta ferðalag gæti gefið þér gott veganesti til að tengja þig betur inn á við og finna hvert þú ert að stefna. Athugaðu árangur fer algjörlega eftir ástundun legg áherslu á að minnsta kosti 3x í viku! Þetta er ekki ferðalag sem kemur í stað sálfræðitíma eða annara sálfræðilegra meðferðar. Sjá skilmála og skilyrði hér neðst á síðunni.

Get ég dreift greiðslum?

Nei það þarf að greiða í eingreiðslu og greiða innan 24 tíma eftir að pöntun er gerð. Skoðaðu vel skilmála og silyrði hér fyrir neðan.

Þarf ég að byrja ferðalagið strax eftir að ég kaupi?

Nei, þú hefur einn mánuð til að byrja ferðalagið og frá og með þeim degi sem þú byrjar færð þú aðgang að einum fyrirlestri og einni orskustöð á viku til að vinna með, eftir 8 vikur verður aðgangurinn virkur í ár í viðbót.

Er einhver stuðningur í gegnum netið á meðan áskriftin gildir?

Þetta er ferðalag á þínum vegum, jóga nidra hugleiðslurnar styðja við þig í gegnum ferðalagið. Viljir þú einhverja frekari aðstoð þá er ég með markþjálfun sem gæti stutt þig en frekar, allar frekari upplýsingar um markþjálfun inni á vefsíðu minni www.yoganidrasteinunnkr.is eða í tölvupósti [email protected]

oganidrasteinunnkr.is

Get ég hlaðið efninu niður?

Nei þetta er áskrift og þarf að hlusta á fyrirlestra og hugleiðslur í gegnum nettenginu. Vinsamlegast kynntu þér vel skilmála og skilyrði hér neðst á síðunni.

Höfundaréttur Yoga Nidra Steinunn Kristín 2025 . Allur réttur áskilinn