„Yamas í daglegu lífi –

12 vikna markþjálfun fyrir innri styrk og ró“


„Skref-fyrir-skref leiðsögn til að innleiða Yamas í daglegt líf, finna meiri ró, styrkja sjálfsmyndina og lifa í meiri meðvitund og jafnvægi.“


Þetta er áhugaverð vegferð – umbreytandi vinna sem hjálpar þér að skapa líf sem er í samræmi við þín gildi, styrk og tilgang.

Þessi vegferð gæti verið fyrir þig?

  • Ef þú ert að finna fyrir streitu og orkuleysi, átt erfitt með að halda jafnvægi á milli skyldna og sjálfsræktar.

  • Ef þú finnur fyrir óöryggi og skort á skýrleika, átt erfitt með að setja skýr mörk og treysta sjálfri/sjálfum þér betur.

  • Ef þú átt það til að festast í neikvæðum hugsanamynstrum, vilt losna við samanburð, sjálfsefa og þróa nýja styrkjandi nálgun.

  • Ef þú þráir tilgang og dýpri tengingu við sjálfa/n þig, finna gleðina aftur og lifa í meira samræmi við þín gildi.

Ímyndaðu þér....


....hvernig lífið væri ef þú upplifðir meiri innri ró og jafnvægi á hverjum degi?

Þú vaknar á morgnana með skýrleika og sjálfstraust. Þú veist hvað skiptir þig raunverulega máli og tekur ákvarðanir í takt við þín gildi.

Þú finnur meiri frið í daglegu lífi. Þú ert ekki lengur föst/fastur í streitu og neikvæðum hugsunum heldur mætir sjálfri/sjálfum þér með mildi og styrk.

Þú setur mörk af öryggi og kærleika. Þú hefur lært að standa með sjálfri/sjálfum þér án þess að finna fyrir sektarkennd eða ótta.

Þú sleppir tökunum á því sem heldur aftur af þér. Þú leyfir lífinu að flæða og treystir innri visku þinni.

Ímyndaðu þér....

....Hvernig lífið væri ef þú upplifðir meiri innri ró og jafnvægi á hverjum degi?

Þú vaknar á morgnana með skýrleika og sjálfstraust. Þú veist hvað skiptir þig raunverulega máli og tekur ákvarðanir í takt við þín gildi.

Þú finnur meiri frið í daglegu lífi. Þú ert ekki lengur föst/fastur í streitu og neikvæðum hugsunum heldur mætir sjálfri/sjálfum þér með mildi og styrk.

Þú setur mörk af öryggi og kærleika. Þú hefur lært að standa með sjálfri/sjálfum þér án þess að finna fyrir sektarkennd eða ótta.

Þú sleppir tökunum á því sem heldur aftur af þér. Þú leyfir lífinu að flæða og treystir innri visku þinni.

Þetta gæti verið lausn sem hentaði þér!

  • 12 vikna markþjálfunarferðalag með persónulegri leiðsögn

  • Markþjálfun aðra hverja viku þar sem við vinnum með eina Yömu í einu

  • Lesefni, hugleiðslur og daglegar æfingar til að styrkja innleiðinguna í daglegt líf

  • Eftirfylgni og stuðningur svo þú sjáir raunverulegar breytingar

  • Ertu tilbúin í þessa umbreytandi vegferð?

  • Þetta er umbreytandi skref í átt að lífi með meiri ró, styrk og jafnvægi.



Elsku þú ég heiti Steinunn Kristín

Ég tengi mjög mikið við það sem þú gætir verið að upplifa.

Lífið hefur leitt mig í gegnum ótal upplifanir – bæði stórkostlegar og krefjandi. Hver einasta reynsla hefur mótað mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.


Ég hef gengið í gegnum tímabil vonleysis, þar sem tilgangurinn virtist fjarlægur og erfitt var að sleppa takinu á því sem hélt mér fastri.

En þegar ég kynntist dýpt jógafræðanna og öðrum mannbætandi kenningum, fann ég leið til að mæta lífinu og sjálfri mér með meiri auðmýkt og skilningi.

Hvað eru Yömur og hvernig hjálpa þær þér til innri friðar?


Yömurnar eru siðferðisleg gildi og lífsreglur sem leiðbeina okkur í átt að betra jafnvægi, skýrari meðvitund og dýpri innri friði. Þær kenna okkur að vera meðvitaðri um eigin hugsanir, orð og gjörðir og hvernig við tengjumst bæði okkur sjálfum og öðrum.


Þegar við iðkum Yömur reglulega, lærum við að sleppa tökunum á streitu, neikvæðum mynstrum, óþarfa átökum og

rækta í staðinn friðsælt líf í samhljómi.


Hvernig hjálpa Yömurnar þér?


🌿

Bæta tengsl við sjálfa/n þig

– Þær kenna þér að hlusta á eigin þarfir og lifa í sátt við sjálfa/n þig.


🌿

Draga úr streitu og innri togstreitu

– Með því að tileinka þér siðferðileg gildi losarðu um óþarfa áhyggjur og árekstra í lífinu.


🌿

Auka innri orku og vellíðan

– Þegar þú lifir í samræmi við Yömurnar, finnur þú fyrir meiri léttleika og styrk.

🌿

Skapa friðsælli samskipti við aðra

– Þær hjálpa þér að nálgast aðra með meiri mildi, virðingu og skilning.


Yömurnar eru ekki bara hugmyndafræði

Þær eru verkfæri sem styðja þig í að lifa meðvitað og finna raunverulegan innri frið.

Þegar þú innleiðir þær í daglegt líf, opnast nýjar dyr að jafnvægi, vellíðan og sátt við sjálfa/n þig. 💛


Yömurnar eru siðferðisleg gildi og lífsreglur sem leiðbeina okkur í átt að betra jafnvægi, skýrari meðvitund og dýpri innri friði. Þær kenna okkur að vera meðvitaðri um eigin hugsanir, orð og gjörðir og hvernig við tengjumst bæði okkur sjálfum og öðrum.

Þegar við iðkum Yömur reglulega, lærum við að sleppa tökunum á streitu, neikvæðum mynstrum og óþarfa átökum og

rækta í staðinn friðsælt líf í samhljómi.

Hvernig hjálpa Yömurnar þér?

🌿

Bæta tengsl við sjálfa/n þig

– Þær kenna þér að hlusta á eigin þarfir og lifa í sátt við sjálfa/n þig.

🌿

Draga úr streitu og innri togstreitu

– Með því að tileinka þér siðferðileg gildi losarðu um óþarfa áhyggjur og árekstra í lífinu.

🌿

Auka innri orku og vellíðan

– Þegar þú lifir í samræmi við Yömurnar, finnur þú fyrir meiri léttleika og styrk.

🌿

Skapa friðsælli samskipti við aðra

– Þær hjálpa þér að nálgast aðra með meiri mildi, virðingu og skilning.

Yömurnar eru ekki bara hugmyndafræði, þær eru verkfæri sem styðja þig í að lifa meðvitað og finna raunverulegan innri frið.

Þegar þú innleiðir þær í daglegt líf, opnast nýjar dyr að jafnvægi, vellíðan og sátt við sjálfa/n þig. 💛


Yamas í daglegu lífi!

Hvað er innifalið í vegferðinni?

  • 12 vikna vegferð með umbreytandi námsefni sem fer með þig djúpt inn á við.

  • Aðgangur að lokaðari síðu með lesefni, hugleiðslum fyrir hverja Yömu og skriflegar æfingar til að styrkja innleiðinguna í daglegt líf.


  • 6 markþjálfunnartímar aðra hverja viku í gegnum Zoom þar sem við vinnum með eina Yömu í einu.

  • Eftirfylgni og stuðningur í tölvupósta samskiptum í 12 vikur til að fylgja þér eftir á þinni vegferð.

🔸 Athugið! Þessi vegferð er eingöngu fyrir þá sem eru tilbúnir að mæta sjálfum sér daglega.
Ef þú ert tilbúin/n að gefa sjálfri/sjálfum þér 20–30 mínútur á dag í 12 vikur, muntu finna hvernig Yömurnar smám saman verða hluti af þér – ekki aðeins sem hugmynd, heldur lifandi partur af þér í daglegu lífi. 💫

Bónus

  • „Ef þú skráir þig fyrir 1. desember og staðfestir með greiðslu þá færðu 1 markþjálfunnartíma í kaupbæti að verðmæti 13.500,-“

  • Einnig færð þú að hafa aðgang að efninu í 6 vikur eftir að vegferð líkur.

  • „Ef þú skráir þig fyrir 1. september og staðfestir með greiðslu þá færðu 1 markþjálfunnartíma í kaupbæti að verðmæti 13.500,-“

  • Einnig færð þú að hafa aðgang að efninu í 6 vikur eftir að vegferð líkur.

Tilboðsverð til 1.desember 2025 fyrir þessa vegferð með öllu ofantöldu innifalið!

Raunvirði þessarar vegferðar er 120.000,-

87.000,-

Þín vegferð hefst á umsömdum tíma milli mín og þín (innan 3 mánaða frá greiðslu) og er í 12 vikur frá þeim degi sem þú ákveður að byrja!

Sjá spurningar og svör hér neðst á síðunni!


„Ef þú vilt dýpka þessa vegferð enn frekar, býð ég upp á möguleika á áframhaldandi markþjálfun fyrir þá sem vilja persónulegri eftirfylgni og stuðning til að halda þessari vegferð áfram.“


Innri vegferð – leiðin að þér sjálfri/sjálfum

Sjáðu fyrir þér ...

.....Lífið

Þetta dásamlega líf færir okkur allar tegundir af áskorunum – við munum hiksta, hrasa og hnjóta um holur.

En galdurinn er að festast ekki í þeim.

Þegar við lærum að tengjast okkur sjálfum af mildi og skilningi, breytist ekki aðeins innra landslag okkar heldur einnig tengslin við aðra. Samskipti verða tærari, við setjum okkur betri mörk og förum að hlusta betur á það sem þjónar okkur í lífinu.

Innri vegferð er vegur kjarks og frelsis. Hún gefur okkur styrk til að standa með sjálfum okkur, losa okkur við eða sættast við gamla bagga sem halda aftur að okkur. Hún færir okkur nær núinu og opnar dyr að bjartari framtíð – framtíð þar sem við stígum skrefin með trú á okkur sjálf og þá dýrmætu leið sem lífið býður okkur.


Ertu tilbúin/n að hefja þína innri vegferð?



Hefur þú einhverjar spurningar?

Verða jógaæfingar á þessari vegferð?

Nei, á þessari vegferð ertu að skoða inná við og finna betri tenginu við þinn kjarna!

Hvert gæti þessi vegferð leitt mig?

Þessi vegferð gæti gefið þér gott veganesti til að tengja þig betur inn á við og finna hvert þú ert að stefna. Þetta er ekki vegferð sem kemur í stað sálfræðitíma eða annara sálfræðilegra meðferðar. Sjá skilmála og skilyrði hér neðst á síðunni.

Get ég dreift þessum 12 vikum á lengra tímabil?

Nei, þetta er 12 vikna tímabil sem hefst eftir samkomulagi eftir að skráningu og greiðslu er lokið, en eigi síðar en þremur mánuðum eftir að staðfesting með greiðslu hefur borist. Vinsamlegast kynntu þér skilmála og skilyrði hér neðst á síðunni.

Get ég skipt greiðslum?

Já, hægt að skipta greiðslum í þrennt, sendu mér tölvupóst ef þú óskar eftir því á [email protected]

Hvernig veit hvort þetta henti mér?

Ertu óviss og veist ekki hvort þetta henti þér? Þá ert þú velkomin að bóka við mig 20 mínúta samtal með því að senda póst á [email protected]

FAQ image


©Yoga Nidra Steinunn Kristín

Allur réttur áskilinn,
Notkun á efni síðunnar er óheimil án samþykkis.