Bækur og annað áhugavert.

Hér er listi yfir áhugaverðar bækur og annað sem nýtist okkur til að efla innri andann og fræðast um lífið og til veruna. Við hverja bók eða annað efni sérðu undirstrikuð orð sem hægt er að smella á og nálgast efnið sem um ræðir.

  • Orkuljósin sjö frábær og fræðandi bók eftir Mörtu Eiríksdóttur um orkustöðvarnar sjö í jógafræðunum fæst hjá Pennanum.

  • Yömur og Niyömur einstaklega fróðleg og uppbyggjandi bók eftir Guðrúnu Reynis um Yömurnar og Niyömurnar sem eru grunnstoðirnar í jógafræðunum fæst hjá Pennanum.

  • Alkemistinn einstaklega falleg skáldsaga eftir Paulo Coelho um það að fylgja draumum sínum og láta hjartað ráða för. Fæst m.a annars hjá Pennanum og Bókaforlaginu.

  • Lögmál Andans eftir Dan Millan umbreytingasaga sem er sett upp á skemmtilegan hátt um ferðalag hans er hann hittir seiðkonu í fjöllunum sem kennir honum um dýpri meiningu lífsins og hvernig við höldum aftur af okkur sjálf með hinum ýmsu hugsannaskekkjum. Bókin fæst t.d hér hjá Bókalind

  • The Way of the Peaceful Warrior Bók og kvikmynd byggð á sannri sögu Dan Millman, um innri vakningu, sjálfsþekkingu og leiðina að sönnum friði.

    Djúp saga um umbreytingu, lífsleikni og anda í jóga – The Way of the Peaceful Warrior hefur gefir milljónum manna um allan heim djúpan innblástur.

  • The Wisdom of Trauma heimildarmynd um tengsl fíknar og áfalla eftir læknirinn Dr. Gabor Mate. Þú þarf að borga örlítið gjald til að horfa á myndina en hún er hverra krónu virði.

  • The Myth of Normal bók eftir Dr.Gabor Mate þar sem hann fer yfir tengsl áfalla og sjúkdóma bókin fæst sem hljóðbók m.a annars á Audiobook store og á Storytel (á sænsku), einnig hægt að panta bókina til lestrar á Amazon eða hjá Pennanum.

Vefsíða: www.yoganidrasteinunnkr.is

©Yoga Nidra Steinunn Kristín

Allur réttur áskilinn.

Notkun á efni síðunnar er óheimil án samþykkis.