„Yoga og Yoga Nidra “


„Endurnærandi ferðalag fyrir huga, líkama og sál“

Komdu með í mjúka og nærandi stund þar sem við sameinum Yin Yoga, Yoga Therapy, pranayama (öndun), möntrur og djúpa Yoga Nidra slökun.


Tímarnir henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Yoga Nidra – Djúp slökun fyrir huga, líkama & sál

Yoga Nidra er áreynslulaus slökunaraðferð sem fer með þig djúpt inn á svið slökunnar og hefur sömu heilandi áhrif eins og djúpur svefn.

Yoga Nidra leiðir til vakningar varðandi öndunartækni, orku og líkamsvitund og kemur af stað náttúrulegu heilunarferli líkamans með því að kyrra hugann eins og í svefni þar sem við erum ekki tengd persónu eða gjörðum.

Aðferðin hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Ekki síst vegna þess að aðferðin losar um spennu og streitu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.

Yoga Therapy – Heilun frá þínum innri kjarna

Yoga Therapy er aðferð sem fer með okkur dýpra inn í líkamann og hjálpar okkur við að losa um ómeðvitaðar birgðir sem geta setið djúpt í kerfi líkamans, þetta geta verið allt frá líkamlegum til tilfinningalega birgða.

Í Yoga Therapy er leitt inn í stöður með vissir orkulosunartækni sem hjálpar okkur að virkja orkuflæði líkamans, orkuflæðið (prana) setur þá af stað ferli til að hjálpa við að heila það sem þarf hverju sinni.

Þetta er ljúf en mjög áhrifarík aðferð og talin henta flestum, hún vinnur vel á streitu og gefur okkur orku til að takast á við lífið.

Yoga Therapy – Heilun frá þínum innri kjarna

Yoga Therapy er aðferð sem fer með okkur dýpra inn í líkamann og hjálpar okkur við að losa um ómeðvitaðar birgðir sem geta setið djúpt í kerfi líkamans, þetta geta verið allt frá líkamlegum til tilfinningalega birgða.

Í Yoga Therapy er leitt inn í stöður með vissir orkulosunartækni sem hjálpar okkur að virkja orkuflæði líkamans, orkuflæðið (prana) setur þá af stað ferli til að hjálpa við að heila það sem þarf hverju sinni.

Þetta er ljúf en mjög áhrifarík aðferð og talin henta flestum, hún vinnur vel á streitu og gefur okkur orku til að takast á við lífið. finu að flæða og treystir innri visku þinni.

Yin Yoga – Kyrrðin sem heilar!

Yin Yoga er einstaklega falleg iðkun sem hjálpar okkur að heila bæði líkama, hjarta og huga.

Það gefur okkur tækifæri á að vera í kyrrðinni innra með okkur til að finna hvað líkami okkar og hugur er að segja okkur.

Í Yin Yoga eru 3 meginatriði:

1. Finndu mörkin þín. Þú ferð að punktinu þar sem tilfinninginn er alveg rétt, ekki of mikið og ekki of lítið. Bara nóg til að setja jákvætt álag á líkamann á meðan þú ert í áreynslulausri stöðu/asana sem er oftast gerð með stuðningi ýmissa púða og kubba.

2. Einsettu þér að finna sjálfan þig í kyrrð. Kyrrð í líkamanum leiðir til kyrrðar í huganum.

3. Halda stöðunni í góðan tíma. Töfrar tímans gera það að verkum að þú nærð einstökum lífeðilsfræðilegum ávinningi í líkamanum sem er ólíkt öllum öðrum stílum í jóga.

Yoga og Yoga Nidra!

Hvar eru tímarnir haldnir?

Námskeiðin eru í safnaðarheimilinu á Hellu mánudaga og miðvikudaga frá 17:30 - 19:00

og á Jógastofunni á Selfossi þriðjudaga frá 18:00 - 19:30

ATH! Þegar þú velur hálft námskeið að velja viðkomandi stað Hellu eða Selfoss!!

Næsta námskeið á Hellu hefst 3 -26.nóvember og

á Selfossi 4 - 25.nóvember

Verð fyrir heilt námskeið (eingöngu á Hellu)

8 tíma 23.700,-

Hefur þú einhverjar spurningar?

Þarf ég að hafa verið í jóga áður?

Nei, það þarf ekki neina fyrri reynslu af jóga!

Eru tímarnir líkamlega erfiðir?

Nei tímarnir eru mjúkir. Lögð er áhersla á að engin fari ekki yfir mörkin sín í neinum stöðum, þannig getur hver og einn fengið sem mest út úr því sem tímarnir hafa uppá að bjóða. Mikilvægt að hafa í huga að hver og einn er á sína ábyrgð í tímunum, vinsamlegast lesið skilamála og skilyrði hér fyrir neðan.

Eru einhverjir afslættir í boði af námskeiðsgjaldi?

Nei, en með hverju greiddu námskeiði færðu gilda kvittun sem þú getur nýtt þér til að sækja styrki hjá stéttarfélagi eða vinnuveitanda. Einnig er ég samstarfsaðili hjá Virk á Suðurlandi.

Get ég skipt greiðslum?

Nei, greiða þarf námskeiðsgjald í eingreiðslu 24 tíma frá pöntun annars telst ekki skráning gild! Vinsamlegast skoðaðu skilmála og skilyrði hér neðst á síðunni!

Hvernig veit ég hvort þetta henti mér?

Ertu óviss og veist ekki hvort þetta henti þér? Þá ert þú velkomin/n að senda póst á [email protected] fyrir frekari upplýsingar. Ath! Fyrirspurnum er svarað innan 24 tíma alla virka daga!


©Yoga Nidra Steinunn Kristín

Allur réttur áskilinn,
Notkun á efni síðunnar er óheimil án samþykkis.